Verum góð við hvert annað

Frá stubbaþingi 4. bekkjar
Frá stubbaþingi 4. bekkjar

Nemendur í 4. - 6. bekk héldu skólaþing í síðustu viku. Þar komu saman nemendur, forsjáraðilar og starfsmenn skólans til að ræða leiðir að því að tryggja góða líðan nemenda í skólanum.

Þingstörf voru með sama sniði og á þingi eldri nemenda sem fram fór í febrúar en nemendur í 4. - 6. bekk höfðu tekið æfingu á svokölluðum stubbaþingum. Stubbaþingin voru haldin í bekkjunum þar sem bekkjarfélagar æfðu síg í að segja sína skoðun á því hvað nemendur geti gert til að tryggja góða líðan í leik og starfi og hvað fullorðnir geti gert til að aðstoða þau við það. Á skólaþinginu sjálfu var skipt þvert á bekki og fullorðnum blandað inn í hópana. Nemendur stóðu sig með miklum sóma en þetta var gríðarlega góð æfing fyrir komandi þingstörf í skólanum. Niðurstöður þingsins voru þær að nemendum fannst mikilvægast að allir legðu sig fram um að sýna fallega framkomu hvert við annað því góð samskipti eru undirstaða þess að líða vel. Hér má sjá myndir frá þingunum.