Jákvæður skólabragur

Við, nemendur og starfsfólk, sýnum öllum kurteisi og virðingu

Skólalóð

  • Við erum á skólalóðinni á skólatíma
  • Við erum öll ofan við hús í frímínútum nema við fáum leyfi til annars
  • Við erum öll félagar og leikum fallega saman
  • Við hjálpumst að við að halda skólalóðinni okkar hreinni og snyrtilegri
  • Við gætum þess að skila leiktækjunum sem við höfum fengið að láni og berum ábyrgð á
  • Við hendum ekki rusli og mat á skólalóðinni

Ávaxtanesti / Frímínútur

  • Við borðum nestið okkar og erum kyrr á okkar stað á meðan
  • Við hendum nestisafgöngum í þar til gerða dalla
  • Við megum hlaupa um úti í frímínútum en við göngum inni
  • Við förum í frímínútur þegar við höfum fengið leyfi

Gangarnir/Setustofur

  • Við notum inniröddina
  • Við göngum um innandyra, megum hlaupa úti eins og við viljum
  • Við hengjum útifötin okkar og annað sem við eigum á okkar snaga
  • Við erum öll félagar og tölum fallega saman
  • Við erum í okkar setustofum og göngum vel um

Búningsklefar

  • Við notum hvorki síma né myndavélar í íþróttahúsinu
  • Við göngum vel frá skónum okkar áður en við förum inn í búningsklefana
  • Við erum á okkar stað í búningsklefanum
  • Við hengjum fötin okkar á snagana
  • Við særum ekki hvert annað heldur gætum þess að engum líði illa
  • Við böðum okkur fyrir og eftir hvern sundtíma

Matsalur / Hádegishlé

  • Við notum inniröddina
  • Við bíðum fallega í röð
  • Við göngum alltaf í salnum og förum varlega með matinn til sætis
  • Við setjumst við rétt borð og gætum þess að enginn sitji einn
  • Við tileinkum okkur góða borðsiði
  • Við göngum frá eftir okkur
  • Við þökkum fyrir matinn
  • Við fáum okkur ekki meira á diskinn en við ætlum að borða
  • Við komum á réttum tíma inn í mat, hvorki of snemma né of seint

Skólasel

  • Við notum inniröddina
  • Við setjum töskurnar okkar á réttan stað
  • Við hlýðum starfsfólki
  • Við setjumst niður þegar við komum inn
  • Við erum kyrr á okkar svæði
  • Við hlaupum ekki á ganginum
  • Við göngum vel um
  • Við erum öll félagar

Skólastofur/Smiðjustofur

  • Við notum inniröddina
  • Við fylgjum bekkjarreglum
  • Við göngum vel um allan búnað og öll gögn
  • Við erum tillitssöm og sýnum biðlund
  • Við tökum töskurnar með okkur heim eftir skóla
  • Við yfirgefum ekki stofuna nema með samþykki kennara
  • Við hlýðum öllu starfsfólki

Annað

  • Við notum hvorki gsm síma í skólanum né á skólatíma
  • Við förum ekki inn á vinnuaðstöðu kennara nema með leyfi

 

Við berum virðingu fyrir hvert öðru og því sem við erum að gera