Skólahjúkrunarfræðingur er við í skólanum alla miðvikudaga frá kl. 8:30 - 13:00.
Skólahjúkrunarfræðingur eru Kristrún Selma Ölvarsdóttir Michelsen og er hún starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Unnið er í samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Reglubundnar skoðanir og bólusetningar
1. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.
4. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.
7. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkurnar fá auk þess bólusetningu gegn leghálskrabbameini. Gefnar eru tvær sprautur yfir veturinn.
9. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (ein sprauta).
Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.
Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru forráðamenn hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna.
Bólusetningar barna eru alltaf á ábyrgð foreldra.
Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir
Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni 6 H heilsunnar, sjá nánar á www.heilsuvera.is sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar, landlæknis og Lýðheilsustöðvar.
Áhersla fræðslunnar eru Hollusta- Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja og Hugrekki. Einnig verður fræðsla um kynþroskann og kynheilbrigði í eldri bekkjum.
Ef breytingar hafa orðið á högum barnsins, eins og veikindi, vanlíðan eða lyfjanotkun eru forráðamenn hvattir til að tilkynna skólahjúkrunarfræðingi um slíkar breytingar.