Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðila.
Orðið farsæld er skilreint sem þær aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin foredendum til framtíðar.
Á heimasíðunni farsæld barna er safn ítarlegra upplýsinga um þjónustu í þágu farsædar barna: https://www.farsaeldbarna.is/