Skólareglur

SKÓLAREGLUR

  • Við leggjum ekki aðra í einelti.
  • Við aðstoðum þá nemendur sem verða fyrir einelti.
  • Við gætum þess að enginn sé einn. Ef við vitum að einhver er lagður í einelti eigum við að segja umsjónarkennaranum (eða öðrum starfsmanni í skólanum) frá því og líka fólkinu heima.
  • Skólinn er okkar vinnustaður og við gerum skólaveruna sem ánægjulegasta með hjálpsemi, tillitssemi og prúðmannlegri framkomu.
  • Við göngum vel um, förum vel með bækur og aðrar eignir skólans bæði utan sem innan dyra.
  • Við mætum stundvíslega í skólann og komum vel undirbúin.
  • Við hengjum yfirhafnir okkar í fatahengi og röðum skónum okkar í skóhillur.
  • Nemendur fara út á leikvöll/höll í frímínútunum sem liggja að ávaxtanesti og hádegismat.
  • Nemendur þrífa borð og sópa kennslustofur í lok kennsludags.
  • Notkun farsíma er óheimil inni á skólatíma og á skólalóð.
  • Sælgætisát og gosdrykkja er óheimil í skólanum nema leyft sé á samkomum.
  • Neysla orkudrykkja er með öllu óheimil.
  • Notkun tóbaks, rafsígaretta, áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil. 
  • Allt sorp er flokkað.
  • Lífrænn úrgangur er settur í safntunnur.

 MEÐFERÐ AGABROTA

Reiðhjól og hjólaleiktæki

  • Nemanda er heimilt að koma einn á reiðhjóli frá og með vori í 2. bekk.
  • Áður en þeim aldri er náð skal nemandi koma hjólandi í fylgd með fullorðnum í og úr skóla.
  • Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum í hjólagrindur við skólann.
  • Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
  • Það er skylda nemenda að koma með hjálm í skólann.
  • Umferð vélknúinna ökutækja er alfarið bönnuð á skólalóð.

Reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar

Handbók um einelti og vináttufærni - forvarnir og viðbrögð