Hlutverk skólasafns er:
Skólasafnið á að vera í senn, útlánsstofnun, vinnustaður nemenda og kennara en einnig menningarmiðstöð skólans.
Safnið er opið nemendum sem vinna að ákveðnum verkefnum í skólanum og eru nemendur hvattir til að nota aðstöðuna til heimanáms. Þá geta nemendur annað hvort nýtt sér opnunartíma eða kennari farið með nemendum sínum á safnið.
10. bekkur fær fræðslu um gagnasöfnin Leitir og Gegni hjá forstöðumanni skólasafns.
Útlán:
Í vetur verður fastur opnunartími á safninu frá kl. 08:10 – 17:00 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga
og frá kl. 08:10 – 18:00 á fimmtudögum, lokað á föstudögum.
Þá gefst nemendum tækifæri á að koma á safnið og skoða bækur og önnur gögn og þeir geta tekið með sér heim áhugaverðar bækur, eða sest niður og litið í bækur og blöð á safninu.
Nemendur fá frí bókasafnskort á almenningssafni.
Safnefni grunnskólans:
Safnkostur nær til prentaðs efnis og nýsigagna. Á safninu eiga að vera bækur, hljóðbækur, tímarit, smárit, geisladiskar, mynddiskar, myndir og kennsluforrit. Bókakostur safnsins er skráður í miðlægan gagnagrunn; Gegni.
Forstöðumaður skólasafnsins er Guðrún Rúnarsdóttir.