Ávaxtanesti
Alla jafna fá nemendur hlé kl 9:20 til að fá sér morgunhressingu.
Nemendur geta haft með sér nesti en eru hvattir til að hafa það ávöxt eða grænmeti.
Hádegisverður
Hádegishlé er frá 11:10-11:50 með frímínútum. Boðið er upp á gjaldfrjálsan hádegisverð í öllum grunnskólum Fjarðabyggðar. Nemendur geta einnig komið með sinn eigin mat en áhersla er lögð á hollustu og fjölbreytni í fæðuvali.
Seinna nesti
Nemendur 5. - 10. bekkjar fá hlé 13:10 og geta nemendur þá fengið sér hressingu sem þeir koma með að heiman. Áhersla er lögð á hollustu í fæðuvali.