Fimm manna hópur í 10. bekk hlaut á dögunum 2. verðlaun fyrir stuttmyndina Harrý Potter og bölvun barnsins.
Bragi Halldór, Bjartur Tandri, Jónas Þórir, Maron Fannar og Árni Þorberg tóku þátt í Siljunni, myndbandasamkeppni Barnabókaseturs fyrir 8. - 10. bekk í grunnskólum landsins. Þér félagar gerðu stuttmynd um bókina Harrý Potter og bölvun barnsins. Um myndina segir dómnefnd: "Fyndið og skemmtilegt myndband og greinilega mikill metnaður í búningum og tæknibrellum. Bane er flottasti búningur sem ég hef séð! Flott andrúmsloft og tökustaðir vel nýttir. Vel heppnaðir búningar, tæknibrellur og tökustaðir ná að skapa alvöru Harry Potter stemningu."
Myndina má sjá hér. Til hamingju drengir!
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |