Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar gera sér glaðan dag á Dögum myrkurs. Þá koma menn ýmist svartklæddir eða í grímubúningum.
Svo stíf er dagskráin að tvo daga þarf til. Fyrri daginn er búningadagur og dansiball. Að þessu sinni stjórnaði alvöru dj (skífuþeytari) dansleiknum sem er einn nemandi í skólanum sem er að fikra sig áfram á þessari braut. Var það samdóma álit allra að honum hafi tekist mjög vel til og verður vonandi framhald á.
Í dag byrjuðum við daginn á leikskólanum en við förum þangað og bjóðum leikskólanemendum og kennurum upp á kleinur og þau bjóða okkur upp á kakó. Saman syngjum við svo nokkur lög. Að því loknu fengu nemendur að fara í gegnum draugahús sem nemendaráð hafði útbúið á bókasafninu. Sannarlega hrollvekjandi stemning.
Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |