Við fengum áskorun frá Grunnskóla Önundarfjarðar um að taka þátt í Krakkasvari. Við fengum ekki langan tíma en nemendur og kennarar í 6. og 7. bekk settu allt á fullt og útkomuna mátti svo sjá í Krakkasvari í gær, miðvikudag. Mikið líf og fjör myndaðist í kringum þetta verkefni en krakkarnir og kennarar þeirra þær Svava Gerður og Sigrún Yrja voru á þönum um skólann til að taka upp nokkur mismunandi svör við spurningunni, Af hverju býr fólk til list. Patryk Edel í 10. bekk klippti myndbandið saman. Grunnskóli Reyðarfjarðar skoraði á Brekkuskóla á Akureyri. Hér fyrir neðan má finna slóðina á Krakkafréttir og krakkasvarið.
http://krakkaruv.spilari.ruv.is/krakkaruv/spila/krakkafrettir/24081?ep=8ol0j7
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |