Föstudaginn 8. nóvember er Dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í skólum landsins, en við í Grunnskóla Reyðarfjarðar þjófstörtuðum og héldum upp á hann fimmtudaginn 7. nóvember.
Við vildum gera eitthvað táknrænt í tilefni dagsins og blésum því til Fjölgreindaleika, líkt og oft áður á þessum degi.
Á fjölgreindaleikum skiptum við öllum nemendum skólans í 16 hópa, þvert á árganga. Elstu nemendur bera ábyrgð á þeim yngstu en allir í hópnum vinna saman að því að leysa fjölmargar þrautir víðsvegar um skólann þar sem áhersla er lögð á að enginn getur allt en allir geta eitthvað og sameinuð náum við lengra.
Hér má sjá myndir frá stöðvavinnu dagsins.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |