EIns og margoft hefur komið fram samanstendur nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar af einstaklega hugmyndaríkum og framtakssömum nemendum.
Í dag stóðu þau fyrir sérstökum viðburði sem fólst í því að hvetja nemendur og starfsmenn til að koma með gögnin sín í einhverju öðru en hefðbundnum skólatöskum. Þessi viðburður hefur notið vinsælda víða um heim og hvetur krakka til nýjungargirni og að láta hugmyndaflugið ráða. Það gerðu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar sannarlega í dag. Komu þau með skóladótið sitt í allskonar ílátum eins og pottum og skjólum, vöfflujárnum, örbylgjuofnum og hjólbörum, gítartöskum og verkfæratöskum, svo fátt eitt sé nefnt. Virkilega skemmtilegur viðburður sem má sjá myndir frá hér.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |