Hinn 21. mars hefur verið útnefndur sem alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Dagarnir í kringum 21. mars eru helgaðir því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju og byggja upp samfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.
Grunnskólanemendur um allt land taka þátt í verkefninu með því að taka hönd í hönd í kringum skólabyggingarnar sínar til að sýna samstöðu með margbreytileika. Það gerðu einnig nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar og létu kulda og snjó ekki aftra sér í þeirri viðleitni sinni.
Hér má sjá fleiri myndir.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |