Föstudaginn 11. október var bleikur dagur hér í skólanum. Á bleika deginum mæta þeir sem geta í bleikum fötum. Hérna í skólanum er keppt um bleikasta bekkinn. Til þess að vinna keppnina þurfa nemendur bekkjanna að mæta í eins mikið af bleikum fötum þau geta. Síðan er tilkynnt hvaða bekkur vann í keppninni og dagurinn endar á balli í salnum okkar. Bleikasti bekkurinn í ár var 6. bekkur og þau fengu viðurkenningarskjal með mynd af bekknum og bleikt blóm sem er eins konar farandbikar.
Fréttina skrifar Helgi Valur Björnsson 8. bekk.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |