Í dag var skemmtilegur dagur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hér svifu ýmsar kynjaverur um gangana og margt var brallað.
Við byrjuðum daginn á því að syngja úti með leikskólanemendum. Þar fengum við kakó frá leikskólanum og gáfum þeim kleinur í staðinn. Kleinurnar bökuðu nemendur í unglingavali og í smiðjum á miðstigi og brögðuðust þær ákaflega vel.
Eftir sönginn tók við fjölbreytt starf inni í skóla auk þess sem hugrakkir læddust í gegnum draugahús nemendafélagsins sem þau höfðu útbúið á bókasafninu. Við enduðum svo á dansiballi á sal.
Í kvöld verður svo hrekkjavökuball hjá unglingastiginu.
Hér má sjá fleiri myndir.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |