Dýrin í Hálsaskógi og páskafrí

Glæsileg árshátíð var haldin í skólanum okkar þar sem nemendur settu upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi! Allir stóðu sig frábærlega og salurinn var þéttsetinn á 2 sýningum. Við þökkum Karitas Hörpu leikstjóra og Tónlistarskóla Fjarðarbyggðar sérstaklega fyrir ómetanlega aðstoð og öllum þeim sem mættu fyrir komuna. Nú tekur við vel verðskuldað páskafrí og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þann 22. apríl  Gleðilega páska!

 

Hér má sjá myndir frá árshátíðardeginum