Útskrift 10. bekkjar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn föstudaginn 4. júní. Útskriftarnemendur mættu með forráðamönnum sínum en einnig voru viðstaddir starfsmenn skólans. Nemendur kynntu lokaverkefnin sín, sem öll voru frábær og mjög fjölbreytt. Krakkarnir rifjuðu upp skólagöngu sína og Guðlaug skólastjóri þakkaði nemendum og forráðamönnum þeirra fyrir samfylgdina á liðnum árum og veitti nokkur verðlaun. Daníel umsjónakennari talaði til krakkana, þakkaði þeim fyrirn veturinn. Að lokum gæddu sér allir á kökum og kaffi í boði nemenda og forráðamanna þeirra. Innilega til hamingju kæru nemendur, nú hefjast ný ævintýri. Takk fyrir samfygdina.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |