Í haust var textasamkeppnin Fernuflug endurvakin en keppnin er á vegum Mjólkursamkeppninnar.
Að þessu sinni voru nemendur í 8. - 10. bekk hvattir til að velta fyrir sér spurningunni "Hvað er að vera ég?". Rúmlega 1.200 textar bárust í keppnina, þar á meðal frá nemendum Grunnskóla Reyðarfjarðar. Dómnefnd valdi 48 framúrskarandi texta til birtingar á mjólkurfernum. Þau Brynjar Davíðsson og Pálína Hrönn Garðarsdóttir, nemendur í 10. bekk voru í hópi þeirra sem fengu texta birta og fengu þau viðurkenningarskjöl afhent í dag sem þakklætisvott fyrir þátttökuna.
Við hvetjum ykkur til að veita textunum athygli, næst þegar þið kaupið ykkur mjólk. Fjöldi annnarra frábærra texta liggja eftir nemendur skólans eftir þessa vinnu en í textum grunnskólanemanna á mjólkurfernum MS heyrast nýjar raddir og eru vonir bundnar við að þeir veki lesendur til vitundar um hvernig viðhorf okkar til málsins hafa áhrif á það hvernig það dafnar, en með því að sem flest skrifi, tali og skapi á íslensku á tungumálið okkar bjarta framtíð.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |