Öskudagur er í dag en vegna ófærðar í bænum og leiðinda veðurs var ákveðið að halda fjölgreindaleika í skólanum í dag. Þar sem nemendur komast ekki um bæinn til að syngja fyrir sælgæti í fyrirtækjum brugðust eigendur og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja við með því að senda krökkunum sælgætið í skólann.
Á fjölgreindaleikum er nemendum skipt upp í 16 hópa, þvert á árganga og taka eldri nemendur ábyrgð á þeim yngri. Dagurinn fer svo í að ferðast um skólann, með skipulögðum hætti, á 10 mín fresti og upplifa eitthvað nýtt viðfangsefni á þeim 16 stöðvum sem kennarar hafa útbúið fyrir nemendur. Í lok dvalar á hverri stöð fá nemendur sælgæti frá fyrirtækjum og stofnunum í bænum.
Hér koma myndir frá þessum skemmtilega degi.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |