Í dag færðu fulltrúar nemendafélags Grunnskóla Reyðarfjaðrar félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði 150 þúsund krónur að gjöf. Peningarnir voru afrakstur páskabingós sem nemendur stóðu fyrir á dögunum. Hólmfríður M. Benediktsdóttir, verkefnastjóri félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar tók við gjöfinni og var nemendum ákaflega þakklát fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar. Hvatti hún krakkana til að vera dugleg að mæta og hafa áhrif á í hvað peningarnir færu.
Af þessu tilefni fóru nemendur yfir þær niðurstöður nemendaþingsins sem haldið var í haust og snéru að félagsmiðstöðinni. Þar komu fram margar góðar hugmyndir sem nýta mætti peningana í.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |