Glímukappi

Hákon Gunnarsson, glímukappi
Hákon Gunnarsson, glímukappi

Bikarglíma Íslands var haldin um síðustu helgi og fór mótið fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Keppt var í barna-, unglinga og fullorðinsflokkum. Eins og alltaf stóðu Reyðfirðingar sig vel.

Á vef Glímusambands Íslands segir að keppnin hafi verið skemmtileg og spennandi í flestum flokkum og mátti sjá flott tilþrif hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Hákon Gunnarsson, nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði tvöfalt á mótinu. Hann sigraði +80 kg flokk unglinga og flokk 16 ára drengja. Við óskum Hákoni innilega til hamingju.