Átakið Göngum í skólann hefst nú í fjórtánda sinn.
Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Við hvetjum allta til að vera með, átakinu líkur 7. október. Síðustu vikuna í átakinu skráum við að venju ferðir allra, nemenda og starfsmanna og fær svo sá hópur sem oftast velur virkan ferðamáta þá viku Gullskóinn til varðveislu í eitt ár.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |