7. bekkur stóð sig best í verkefninu Göngum í skólann en nemendur 5. og 8. bekkjar fylgdu fast í kjölfar þeirra.
Markmið verkefnisins er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Okkar von er að þetta verkefni sé hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.
Nemendur 7. bekkjar fengu afhentan Gullskóinn, verðlaunagrip sem afhentur hefur verið ár hvert undanfarin ár í skólanum okkar en gripinn fær sá bekkur þar sem sem flestir ganga flesta daga í skólann þá viku sem skráning fer fram. Auk þess fengu nemendur 7. bekkjar ávaxtaskál að launum. Þess má geta að þetta er annað árið í röð sem þessi árgangur fær gripinn afhentan.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |