Gróðursetning

Í síðustu viku gróðursettu nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar birkiplöntur í landi Teigagerðis í tilefni af degi íslenskrar náttúru 16. september.

Nemendur skólans hafa gróðursett plöntur á þessu svæði á hverju ári undanfarin fimm ár og hlökkum við til að fylgjast með plöntunum vaxa upp og verða að fallegum skógi. Yfir 500 plöntur voru gróðursettar að þessu sinni.