Í gær heimsótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Grunnskóla Reyðarfjarðar. Yngstu nemendur skólans tóku á móti honum og buðu hann velkominn í skólann okkar þar sem hann gekk í gegnum fánaborg heim að skólanum. Heimsóknin er liður í opinberri heimsókn forsetans til Fjarðabyggðar.
Forsetinn fékk kynningu á fjölbreyttu starfi skólans. Unglingarnir okkar kynntu fyrir honum þemanámið og hann heimsótti miðstigið þar sem nemendur unnu í verkefni um náttúruna í kringum okkur. Að lokum sungu nemendur fyrir forsetann lokalagið okkar úr Grease. Þetta var skemmtileg heimsókn og nemendur stóðu sig með mikilli prýði.
Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |