Héraðskeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í gær. Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði.
Keppendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar voru Viktoría Ósk Sirrýjardóttir og Zuzanna Emilia Kapuscik og til vara Helena Dröfn Kristbjörnsdóttir og Örn Óskarsson. Krakkarnir stóðu sig í alla staði ákaflega vel þó ekkert þeirra hafi unnið til verðlauna. Öll unnu þau persónulega sigra en það krefst hugrekkis að standa frammi fyrir hópi fólks og leggja sig fram um að lesa skýrt og áheyrilega. Upplestrarkeppnin er ekki keppni í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni sem stendur frá Degi íslenskrar tung, 16. nóvember og fram að lokahátíðinni. Höfuðáhersla verkefnisins er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af á æfingarferlinu.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |