Í gær fór fram Héraðskeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Hátíðin fór fram í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.
Á hátíðinni lesa þeir sem valdir hafa verið úr hópi nemenda í sínum skólum, texta og ljóð og áherslan er lögð á skýrleika og vandaðan upplestur. Þrír dómarar meta frammistöðu nemenda og að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari.
Þau Amelía Dröfn Sigurðardóttir, Carmen Rós K. Geisladóttir, Kristófer Örn Ólafsson Kjerúlf og Bjarki Davíðsson voru valin til keppninnar fyrir hönd Grunnskóla Reyðafjarðar og stóðu sig öll með mikilli prýði.
Hér má sjá myndir frá keppninni. Myndirnar tók Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Nesskóla og gaf hún okkur leyfi til að birta myndirnar á heimasíðunni okkar.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |