Höfum höfuðið í lagi!

Nemendur 1. bekkjar með hjálmana góðu sem þeir fengu að gjöf í dag
Nemendur 1. bekkjar með hjálmana góðu sem þeir fengu að gjöf í dag

Í dag fengu nemendur í 1. bekk fræðslu um mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálm og fengu þau um leið afhenta reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskiparfélagi Íslands.

Í lögum um notkun reiðhjóla segir að barn yngra en 16 ára skuli nota hlífðarhjálm við hjólreiðar og að hjálmurinn þurfi að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm enda mikilvægur öryggisbúnaður.

Umræða spannst um önnur farartæki og mikilvægi þess að nota alltaf hjálm t.d. á hlaupabrettum og línuskautum.  Vert er að minna á að vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla,

Í umferðarlögum kemur fram að slíkum farartækjum má þó ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól t.d. hvað varðar öryggisbúnað og mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar hjólað er á gangstígum.

Samgöngustöfa hefur sent frá sér fræðslumyndir sem við hvetjum foreldra til að horfa á með börnum sínum. Þar má til að mynda finna fræðslumynd um rafhlaupahjól þar sem farið er yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi https://www.youtube.com/watch?v=2dAK5MKM3As&list=PL3prAqz9YEX4yyfaxFCn0vy65LFI05wEU&index=2&t=3s.

Myndina má nálgast með íslenskum, enskum og pólskum texta.