Nemendur í 1. – 2. bekk unnu bílaverkefni í hönnunar- og smíðasmiðju. Verkefnið byrjaði á hönnunarhugsun sem fólst í því að rannsaka og skoða bíla í umhverfi sínu og ræða hvað bílar eru ólíkir og hafa mismunandi tilgang. Þau hönnuðu og teiknuðu þann bílinn sem þau vildu smíða, síðan völdu þau sjálf efni og hófu að byggja hann.
Í þessu verkefni voru þau að þjálfa hönnunarhugsun og notkun verkfæra líkt og hamar, sög og rasp. Einnig lærðu þau þrjár mismunandi samsetningaraðferðir, nagla, líma og skúfa.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |