Foreldrafélag Grunnskólans bauð uppá hrekkjuvökuföndur mánudaginn 28. október í tilefni hrekkjuvökunar sem er 31. október. Félagið hefur verið með jólaföndur seinustu ár en ákváðu að breyta til í ár við góðar undirtektir. Það var mjög vel mætt, bæði krakkar og foreldrar föndruðu og máluðu hrekkjuvökuskraut sem þau gátu síðan tekið með heim.
Foreldrafélagið bauð einnig uppá vöfflur með rjóma og smá kökur.
Yndisleg stund
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |