Síðustu þrjú ári hefur Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnt til jólasmásagnakeppni á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar en veitt eru verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum grunnskólans – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.
Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa verið duglegir að taka þátt og unnið til verðlauna. Eins en nú, en að þessu sinni unnu til verðlauna þau Apríl Rún Elíasdóttir í 7. bekk, Sólveig Stefanía Snædal í 6. bekk, Bergþór Flóki Ragnarsson og Brynjar Davíðsson, báðir í 9. bekk. Lesa má nánar um smásagnakeppnina og sigurvegarana á heimasíðu Fjarðabyggðar. Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |