Þessa dagana vinna nemendur og starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar, í samstarfi við nemendur og starfsfólk Tónlistarskólans, að því að setja á svið árshátíð skólans. Í ár varð söngleikurinn Mamma mía fyrir valinu með tilheyrandi tónlist, söng og dansi og því ljóst að mikið verður um dýrðir.
Nemendur í öllum bekkjum verja vikunni í að undirbúa árshátíðina. Eins og venja hefur verið síðustu ár munum við hafa tvær sýningar. Fyrri sýningin verður 7. apríl kl. 16:00. Síðari sýningin verður sama dag kl. 19:30. Þannig getum við tryggt öllum sæti og boðið alla bæjarbúa velkomna til okkar þar sem afrakstur vikunnar verður sýndur og hvetjum við sem flesta til þess að koma og njóta þess með okkur.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |