Mamma Mia - Árshátíð 2022

Í gær sýndu nemendur árshátíðarverkið Mamma Mia á tveimur sýningum fyrir fullu húsi í hvort skiptið.

Sýningarnar sem gengu mjög vel eru afrakstur vinnu nemenda og starfsfólks sem undanfarið hafa unnið hörðum höndum að æfingum.  Mamma Mia er söngleikur með tónlist sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Alda Harðardóttir tónlistarkennari við Tónlistarskóla Reyðafjarðar útsetti öll lögin fyrir hljómsveit sem skipuð var nemendum og kennurum tónlistarskólans. Varvara Voronina danskennari samdi og æfði dansa og um leikstjórn sá Díana Ívarsdóttir. Frábært samstarf allra þessara aðila skilaði sér í frábærum sýningum.

Hér má sjá myndir frá sýningunum.