Við fengum áskorun frá Krabbameinsfélagi Austfjarða að taka þátt í mottumarshlaupi. Að sjálfsögðu tókum við þeirri áskorun og allur skólinn tók þátt. Farið var hringur sem var 1.6 km, það var bæði hlaupið og labbað.
Boðskapurinn var að hver hreyfing er til góðs til að auka hreysti og minnka líkur á veikindum síðar á lífsleiðinni. Heilsutengdar forvarnir þurfa að byrja snemma til að þær skili sér í bættri heilsu og minni byrði sjúkdóma hjá börnum og unglingum nútímans.
Myndir frá hlaupinu má sjá hér
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |