Myrkir dagar

Myrkir dagar verða í skólanum fimmtudag og föstudag. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana.

Fimmtudagur:
Búningadagur. Við hvetjum alla til að mæta svartklædda eða í skemmtilegum grímubúningi.
Við ætlum að hafa grímuball, dansiball í skólalok, kl. 12:45 þar sem allir geta sýnt búningana sína.
Um kvöldið verður unglingaball fyrir 7. - 10. bekk,  frá kl. 19:30-21:30. 9. bekkur verður með opna sjoppu en annars kostar ekkert inn á ballið.

Á föstudaginn ætlum við að eiga samveru með leikskólanemendum á bílaplani skólans kl. 8:15. Við bjóðum nemendum leikskólans upp á kleinur sem nemendur hafa steikt í heimilisfræði og leikskólinn býður okkur upp á kakó. Þessi dagur er annars hefðbundinn fyrir utan það að nemendafélagið býður þeim sem það vilja og þora að ganga í gegnum hrekkjavöku- eða draugahús sem þau hafa útbúið í kjallaranum.