Nemendur í 1. bekk lásu um Nönnu norn. Eftir mikla vinnu við söguna tóku þau vinnuna saman og sýndu afraksturinn.
Vinnan er hluti af Byrjendalæsi en þá er markvisst farið í textann, hann lesinn, endurseginn, rýnt í orð og setningar og innihald sögunnar. Í lok vinnunnar er sagan dregin saman af nemendum sem endursegja hana í máli og myndum.
Stjórnendur fengu formlegt boð að koma og fylgjast með þegar nemendur endursögðu söguna en það gerðu þau með stakri prýði. Hér má sjá myndir af nemendum 1. bekkjar og verkum þeirra um Nönnu norn.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |