Í dag stóð nemendaráð fyrir nemendaþingi en þar komu saman nemendur 7. - 10. bekkjar og ræddu ýmis málefni sem brenna á þeim.
Sex málefni voru tekin fyrir en það voru t.d. málefni tengd skóla, íþróttastarfi og félagsmiðstöðinni. Fulltrúar nemendaráðs skiptu sér niður á borð og stýrðu umræðum en aðrir nemendur fóru á milli og sögðu sína skoðun.
Það er mikilvægt að ungt fólk fái að láta rödd sína heyrast. Í framhaldinu munu fulltrúar nemendaráðs taka saman niðurstöður og kynna þær nemendum, skólaráði og vonandi víðar.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |