Við í Grunnskóla Reyðarfjarðar erum svo heppin að þekkja bara gott fólk sem vill leggja okkur lið með fjölbreyttum hætti.
Eins og öllum má vera orðið ljóst gekk okkur sérlega vel í Skólahreysti í ár. Stuðningslið keppenda gegnir gríðarlega stóru hlutverki og þar skiptir mestu máli að hafa hátt. Til þess hafa, í gegnum árin, verið fengnar að láni trommur og annar búnaður sem hafa má hátt með. Það er þó alltaf erfitt að fá búnað að láni þar sem í hita leiksins getur eitthvað farið úrskeiðis. Því var það draumur okkar að eignast eigið trommusett.
Og nú rættist draumurinn. Ólafur Gunnarsson var svo elskulegur að lána okkur trommur með stuðningsliðinu sem fór til Reykjavíkur. Eftir keppnina kom hann svo færandi hendi og gaf okkur allt trommusettið sitt. Þetta er ómetanleg gjöf og færum við honum okkar innilegustu þakkir. Hér eftir getum við sem sagt haft hátt!
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |