Við Grunnskóla Reyðarfjarðar starfar nemendaráð en í því sitja nemendur úr 7. - 10. bekk skólans. Tíu fulltrúar skipa ráðið og eru fulltrúar 10, bekkjar jafnan formaður og varaformaður. Það er mjög þroskandi fyrir nemendar að taka þátt í að skipuleggja og framkvæma viðburði fyrir skólafélaga sína og hefur þessi hópur sem nú starfar ekki slegið slöku við frekar en fyrri ráð sem hér hafa starfað. Þau hafa m.a. staðið fyrir kökukeppni nemenda í frímínútunum, skipulagt skemmtilegan dag á hlaupársdegi og staðið fyrir páskabingói þar sem fjöldi páskaeggja var í vinning. Nemendaráð stóð líka fyrir hörkudansleik í tilefni af degi ástarinnar á Valentínusardaginn. Og margt skemmtilegt er framundan til að hlakka til.
Hér má sjá myndir frá starfi nemendaráðs Grunnskóla Reyðarfjarðar vorið 2024.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |