Olympíuhlaup ÍSÍ var hlaupið í dásemdar veðri sl. fimmtudag. Nemendur fengu val um þrjár vegalengdir, 2,5 km, 5 km og 10 km. Margir hlupu alla leið inn í Grænafell, sem eru 10 km fram og til baka. Sá sem hljóp það fyrstur var 55 mínútur frá skóla og aftur heim. Kennarar stilltu upp vantsstöðvum á leiðinni. Ein stöðin var við tjaldstæðið og þar nutum við góðs af nýrri aðstöðuhúsi. Inn við Grænafell þurfti hinsvegar að sækja vatn í ána. Hér má sjá frétt og myndir frá ÍSÍ frá hlaupinu og hér má sjá fleiri myndir í myndasafni skólans.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |