Í dag er öskudagur sem er að mati margra, skemmtilegasti dagur ársins. Nemendur gengu á milli fyrirtækja í blíðskaparveðri og sungu og fengu að launum sælgæti og aðrar góðar gjafir. Fyrirtækjaeigendum eru færða miklar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að gera þennan dag ánægjulegan. Eftir göngu var brugðið á leik í íþróttahúsinu þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og marserað í lokin.
Á morgun hefst svo vetrarfrí en 15. og 16. febrúar er bæði skólinn og Skólaselið lokað.
Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. febrúar.
Hér má sjá myndir frá öskudegi.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |