Eins og fram hefur komið í fréttum gekk fyrirlögn samræmds prófs í íslensku í morgun ekki nógu vel vegna tæknilegra vandamála í prófakerfi Menntamálastofnunar. Nemendur okkar náðu þó að ljúka prófi en urðu fyrir töluverði truflun vegna þessa og tóku því prófið við ófullnægjandi aðstæður.
Menntamálastofnun hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem þessi vandamál við fyrirlögn prófsins eru hörmuð. Jafnframt segir í tilkynningunni að þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun sé nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna. Því hafi í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið verið ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku. Prófin verða lögð fyrir að viku liðinni, stærðfræði þriðjudaginn 16. mars og enska miðvikudaginn 17. mars. Þetta eru ekki kjöraðstæður en mikilvægt að við hjálpumst að við að láta þetta ganga vel.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |