Í gær fékk 4. bekkur mjög áhugaverða og ánægjulega heimsókn. Breski sendiherrann á Íslandi, Dr. Bryony Mathew ásamt tveimur starfsmönnum sendiráðsins komu hingað í Grunnskóla Reyðarfjarðar og heimsótti nemendur 4. bekkjar til að ræða við þá um spennandi störf framtíðarinnar. Bryony er doktor í taugavísindum og einnig barnabókahöfundur. Nýlega gaf sendiráðið út bók hennar um störf framtíðarinnar á íslensku, bókin verður ekki til sölu heldur mun breska sendiráðið gefa prentuð eintök þeim bókasöfnum og skólum sem hafa áhuga á. Í bókinni er fjallað um möguleikana í framtíðinni, fjölbreytileika, að allir glíma við áskoranir og að við lærum á ólíkan hátt. Bókasafnið fékk gefins nokkrar bækur og einnig er hægt að nálgast bókina rafrænt. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |