Skólablað Grunnskóla Reyðarfjarðar

Skólablað Grunnskóla Reyðarfjarðar kemur jafnan út einu sinni á ári. Undanfarin ár hefur útgáfan verið rafræn. Blaðið er fjölbreytt að venju. Þar má finna viðtöl við nemendur, frásagnir og ljóð. Blaðið má sjá hér.

Meðal annars má sjá þar ljóð eftir nemenda í 9. bekk:

Vanþakklát

Ég hata þegar ég græt

þegar tár renna niður mína vanga

eða þegar mig langar að öskra.

Ástæða sú er.

Ég á fjölskyldu

ég á vini

ég á rúm til að sofa í

ég hef nægan mat

og vatn til að drekka

ég get farið i skóla

og ég á líkama sem virkar.

Af þessu græt ég meir.

Ég græt úr sjálfsvorkun

yfir hve vanþakklát ég er.

 

Höfundur: Líf 9. bekk