Eins og kemur fram á vef Fjarðabyggðar þykir ekki ástæða til að fella niður skólahald í skólum Fjarðabyggðar á morgun, mánudag, vegna veðurs. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir Austfirði.
Foreldrar yngri barna eru minntir á að meta veðurútlit hverju sinni. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla. Þetta verða foreldrar að meta sjálfir.
Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og verður tilkynning send út í smáskilaboðum til allra foreldra ef ákvörðun verður tekin um að loka skóla vegna veðurs.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |