Skólastarf til 17. nóvember

Skólastarf hefst aftur á ný á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember með nokkuð breyttu sniði.

Yfirvöld hafa ákveðið að grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun skal starfsfólk nota andlitsgrímur. Ekki skulu vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

Skólahúsnæðinu hefur veri skipt í fjögur aðskilin sóttvarnarsvæði. 1. – 2. bekkur eru eitt svæði, 3. – 4. bekkur annað, 5. – 6. bekkur þriðja og unglingagangurinn, á neðsta gangi, fjórða svæðið. Starfsfólki skólans hefur verið skipt niður á þessi hólf.

  • Nemendur í 1. – 4. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðarmörkum sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1. – 4. bekk í hverju rými.
  • Um nemendur í 5. – 10. bekk gildir 2 metra nálægðartakmörkun en ef víkja þarf frá henni ber nemendum að nota grímu. Skólinn útvegar nemendum grímur. Grímuskylda er í 7. – 10.

Nánar má lesa hér um fyrirkomulag skólastarfs í Grunnskóla Reyðarfjarðar til 17. nóvember.