Fullveldisdaginn 1. desember, á degi íslenskrar tónlistar, tóku nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar þátt í að reyna að slá Íslandsmet í samsöng.
Það var góð stemning á sal skólans kl. 10 en nemendafélag skólans hafði ákveðið að þetta væri náttfatadagur og sátu nemendur stilltir og prúðir á náttfötunum þegar bein útsending frá viðburðinum hófst.
Viðburðinum var stjórnað frá menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík og sungu saman börn allstaðar á landinu lag Ólafs Hauks Símonarsonar, það vantar spýtu og það vantar sög.
Okkar innslag kom svo í fréttatíma Rúv sem má sjá hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/30762/a0guvf/dagur-islenskrar-tonlistar
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |