Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í safnaðarheimili kirkjunnar á Reyðarfirði þriðjudaginn 16. mars. Þeir Bergþór Flóki Ragnarsson og Logi Kristinsson kepptu fyrir hönd skólans. Þeir stóðu sig mjög vel og Bergþór Flóki hreppti 3. sætið. Undirbúningur keppninar hefst formlega á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember og hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig undir stjórn Kristínar Köru Collins. Undankeppnin fór fram í skólanum 4. mars og þá er nemendum 6. bekkjar boðið að koma og hlusta.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |