Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru keyrðir til Eskifjarðar einu sinni í viku þar sem Inga Sif íþróttakennari kennir þeim sund.
Þrátt fyrir vetrartíð hefur sundkennslan gengið vel en kennsla hefur þó fallið niður nokkra daga vegna veðurs.
Við styðjumst við eftirfarandi verklagsreglur vegna sundkennslu á Eskifirði
1. Ekki verður lagt af stað ef vindhviður fara yfir 25 m/sek, við bestu aðstæður.
2. Ef lofthiti fer niður fyrir -6 °C í kyrru veðri, fellur niður sundkennsla. Meta skal aðstæður hverju sinni.
3. Ef hitastig laugar fer niður fyrir 27 °C fellur sundkennsla niður.
4. Ef veður eða færð koma í veg fyrir að hægt sé að keyra á Eskifjörð eru nemendur í íþróttahúsi í íþróttakennslu samkvæmt stundatöflu.
Aðstæður eru þó gaumgæfilega metnar í hvert eitt sinn og skilaboð send foreldrum falli kennsla niður.
Hér má sjá myndir frá sundkennslunni á Eskifirði.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |