Í dag voru veitt verðlaun fyrir nýyrði sem nemendur og starfsmenn skólans sömdu og sendu inn í nýyrðasamkeppni bókasafnsins.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert. Á þessum degi fæddist eitt höfðuskáld Íslendinga, Jónas Hallgrímsson en hann var einnig mikill nýyrðasmiður. Orð sem hann setti saman og eru okkur nú öllum töm í dag eru t.d. lambasteik, jarðfræði, efnafræði, hafflötur, baksund, málmsmíði, tígulkóngur, svo fátt eitt sé nefnt.
Guðrún Rúnarsdóttir forstöðumaður bókasafns Grunnskóla Reyðarfjarðar hefur undanfarin ár hengt upp á vegg mörg nýyrða Jónasar. Í vetur datt henni svo í hug að efna til samkeppni meðal starfsmanna og nemenda um ný orð og bárust nokkur orð í keppnina.
Þetta eru t.d. orðin:
Augnsvitur í merkingunni innsæi, að vita hvar hlutir/fólk er án þess að vera á staðnum
Frussu stalari, að vera með niðurgang
Græla, sem er vonda lyktin sem kemur af grasinu á vorin þegar frost er að fara úr jörðu
Hnykkildi, sem er hnúður/þykkildi undir húð, hart og kúlulaga
Jógavatn í merkingunni kyrrt, spegilslétt vatn
Kindskýra sem er andstæðan við hrútskýra, þ.e. hrokafull kona sem af yfirlæti talar niður til karla
Svikstuldur í þeirri merkingu að stela svikum annarra
Svikstuldur varð hlutskarpast í þessari skemmtilegu samkeppni en fast á eftir því komu orðin jógavatn, kindskýra og græla.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |